Kærkominn sigur í blíðunni í Þorlákshöfn

Siggi Eyberg
Sigurður Eyberg skoraði frábært sigurmark Ægis

Ægir sigraði Huginn frá Seyðisfirði 2-1 í skemmtilegum leik í frábæru veðri fyrir framan fjölda fólks í Þorlákshöfn í gær.

Sigurinn var sanngjarn, en Seyðfirðingar lágu aftarlega og treystu á skyndisóknir, á meðan okkar menn réðu ferðinni mest um. Það voru þó leikmenn Hugins sem komust yfir strax á 9.mínútu leiksins, en svo var það Aco Pandurevic sem jafnaði metin á 28.mínútu, en hann lék í framlínu liðins í leiknum.

Það var svo miðvörðurinn knái Sigurður Eyberg Guðlaugsson sem skoraði sigurmark leiksins með frábæru viðstöðulausu skoti eftir hornspyrnu,sannkallað draumamark.

Þetta var svo sannarlega kærkominn sigur fyrir Ægismenn, en með sigrinum fara þeir upp í 8.sætið með 10 stig og eru einungis fjórum stigum frá 2.sæti í gríðarjafnri 2.deildinni.

Næsti leikur Ægis er gegn Sindra á Höfn í Hornafirði, laugardaginn 28.júní á sjálfri Humarhátiðinni sem haldinn er næstu helgi.