Styrmir bætir 36 ára gamalt Íslandsmet í hástökki

styrmir01Styrmir Dan Steinunnarson setti Íslandsmet í hástökki í dag þegar hann stökk 1,94m á Gautaborgarleikunum í Svíþjóð.

Gamla metið var 1,93m en það var sett árið 1978 og búið að standa í heil 36 ár.

Glæsilegt afrek hjá þessum öfluga íþróttamanni en Styrmir sem er 1,75m á hæð var því að stökkva 19cm yfir eigin hæð.