Svanur og Sigurbjörg klúbbmeistarar

svanur_sigurbjorg01Meistaramóti GÞ lauk í dag á golfvellinum í Þorlákshöfn en mótið hefur verið í gangi frá því á miðvikudag.

Svanur Jónsson bar sigur úr bítum í meistaraflokki karla. Í öðru sæti var Ingvar Jónsson og Guðmundur Karl Guðmundsson í því þriðja.

Í kvennaflokki sigraði Sigurbjörg Óskarsdóttir og er hún og Svanur því klúbbmeistarar GÞ árið 2014.