Ægir fær Fjarðabyggð í heimsókn

stukan-28Ægir fær verðugt verkefni á heimavelli í dag, laugardag, er feikna sterkt lið Fjarðabyggðar mætir á Þorlákshafnarvöll.

Leikurinn er mikilvægur fyrir Ægismenn sem sitja í 8. sæti deildarinnar. Liðið er í mikilli baráttu um að koma sér hærra í töflunni en einungis 3 stig skilja að liðin í 4. og 8. sæti.

Leikurinn hefst klukkan 14.00 og hvetjum við Þorlákshafnarbúa til að mæta á völlinn og styðja strákana til sigurs.