Ægir spilar á Húsavík í kvöld

Þráins

Ægismenn mæta liði Völsungs á Húsavík í kvöld kl 19:30 í 14.umferð, 2.deildar í knattspyrnu.

Okkar strákar í Ægi eru búnir að tapa síðustu fjórum leikjum og því gríðarlega mikilvægt að ná stigi eða stigum úr þessum leik.

Fyrir leikinn er Ægir í 8.sæti með 16 stig, en Völsungur í 10.sæti með 12 stig.

Áfram Ægir!