Kærkominn sigur Ægis

Aco
Aco kom af bekknum og skoraði

Ægismenn gerðu góða ferð norður til Húsavíkur og sigruðu heimamenn 1-2 í kvöld.

Strákarnir byrjuðu mjög vel og skoruðu strax á 3.mínútu og þar var á verki Ágúst Freyr Hallsson, sem hafði ekki sagt sitt síðasta í leiknum.

Staðan var 0-1 í hálfleik, en á 74.mínútu kom Aco Pandurevic inná fyrir nýjan leikmann Ægis, Birgi Magnússon.

Aco var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn, því hann skoraði annað mark Ægis mínútu síðar.

Leikmenn Völsungs minnkuðu muninn á 80.mínútu í 1-2 og það urðu svo lokatölur leiksins, en undir lok leiksins fékk fyrrnefndur Ágúst Freyr að líta rauða spjaldið.

Með sigri kvöldsins lyfta Ægismenn sér upp í 6.sætið með 19 stig.

Nú fá strákarnir kærkomna hvíld og mæta sprækir til leiks aftur föstudaginn 8.ágúst, en þá fá þeir Njarðvík í heimsókn.