Ægir fær Njarðvík í heimsókn

stukan-22Í kvöld, föstudag, fá Ægismenn lið Njarðvíkur í heimsókn í 2. deildinni í fótbolta.

Fyrir leikinn situr Ægir í 6. sæti deildarinnar með 19 stig en Njarðvík á botninum með 7 stig.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið þar sem Ægir vill berjast meðal þeirra efstu á meðan Njarðvík berst fyrir lífi sínu í deildinni.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Þorlákshafnarvelli. Tilvalið að skella sér á völlinn þennan fína föstudag.