Bændaglíman á laugardaginn

golfvöllurHin árlega Bændaglíma Golfklúbbs Þorlákshafnar verður leikin laugardaginn 27. september. Mæting er klukkan 12:00 upp í golfskála og skrá kylfingar sig á staðnum. Ræst verður út samtímis á öllum teigum um kl 12:30–13:00.

Skipt verður í tvö lið og verður spilað Texas Scramble, vanur og óvanur spila saman. Freyja rauða liðsins verður Ásta Júlía Jónsdóttir og Freyja bláa liðsins verður Sigríður Ingvarsdóttir.

„Við hvetjum alla að mæta og draga sem flesta með sér í þetta lokamót ársins sem verður á léttu nótunum,“ segir Óskar Gíslason léttur í bragði en hann er í mótanefnd GÞ.

Mótsgjald er 2.500 kr. og innifalið í verðinu er kjötsúpa og einn öl í mótslok.