Þór dróst gegn KFÍ í bikarnum

thorsteinn_thor011Í dag var dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta þar sem ólukka undanfarinna ára hvað varðar að fá heimaleik heldur áfram hjá Þór.

Í þetta skiptið mæta Þórsarar KFÍ á Ísafirði en þeir leika í 1. deildinni á þessu tímabili.

Leikurinn er áætlaður 30. október til 3. nóvember næstkomandi.