Leikur Tindastóls og Þórs í beinni á netinu

gretar01Í kvöld hefst önnur umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Á Sauðárkróki taka nýliðar Tindastóls á móti Þórsurum sem munu leggja land undir fót á langferðabíl í dag.

Bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð. Þór unnu ÍR s.l. föstudag og Tindastóll stimplaði sig vel í inn í deildina með sigri á Stjörnunni en í herbúðum Tindastóls má finna Darrel Flake sem lék með Þórsurum 2012-2013.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og hægt verður að horfa á leikinn í beinni útsendingu á heimasíðu Tindastóls með því að smella hér.