Mikil ánægja með „heimagerða“ kokkinn í skólunum

Eldhúsið er staðsett í nýja og glæsilega leikskólanum.
Eldhúsið er staðsett í nýja og glæsilega leikskólanum.

Nýr kokkur skólanna tveggja í Þorlákshöfn, Rafn Heiðar Ingólfsson, hefur fengið mikið lof fyrir góðan mat eftir að hann tók við sem yfirkokkur í leik- og grunnskólanum þann 20. október síðastliðinn.

Allt brauð er nú bakað á staðnum og gert úr hollu og góðu hráefni. Mikið af grænmeti, dökku pasta og heilhveiti er í hávegum haft svo fátt eitt sé nefnt hjá „heimagerða kokkinum“ eins og einn ungur nemandi grunnskólans kallaði hann.