Þór etur kappi við Grindavík

Emil er klár í slaginn!
Emil er klár í slaginn!

Í kvöld fer fram fjórða umferð Dominos deildarinnar í körfubolta.

Þór Þorlákshöfn fer til Grindavíkur og mætir heimamönnum í kvöld kl 19:15.

Það voru Keflvíkingar sem voru fórnarlömb Þórsara í síðustu umferð, en leikurinn endaði 80-75.

Grindvíkingar steinlágu fyrir Stjörnunni í síðustu umferð 103-78.

Fyrir leikinn í kvöld eru Þórsarar með 4 stig í 3-7.sæti, en Grindavík með 2 stig í 8-9.sæti.

Það er því um að gera fyrir alla sem geta, að skella sér til Grindavíkur og styðja strákana.

Áfram Þór!