Róbert Ingimundar sýnir blýantsteikningar

robert_ingimundar01
Hér er ein myndanna að fæðast í höndum Róberts.

Í síðustu viku opnaði Róbert Karl Ingimundarson nýja sýningu í Galleríinu undir stiganum á bókasafninu í Þorlákshöfn.

Á sýningu Róberts má sjá flottar blýantsteikningar eftir hann sjálfan þar sem efnið á myndunum eru fantasíur um horfinn tíma og þá sérstaklega í Þorlákshöfn.

Sýningin stendur út mánuðinn og því er kjörið að skella sér í út á bókasafn og bera myndir Róberts augum.