Fjölnismenn í heimsókn

Baldur Þór er klár í slaginn
Baldur Þór er klár í slaginn

Þór fær Fjölni í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í kvöld 4.desember kl 19:15.

Leikurinn er liður í 9.umferð Dominos deildarinnar í körfubolta.

Í síðustu umferð töpuðu Þór fyrir Stjörnunni í hörkuviðureign í Ásgarði 85-79, og Fjölnir vann Keflavík í fyrsta sinn í 8 ár með 93-81,  sigri í Dalhúsum.

Fyrir leikinn í kvöld er Þór í 5-7. sæti með 8 stig og Fjölnir í 9-11.sæti með 4 stig.

Fyllum höllina og styðjum strákana í baráttunni í deildinni!

Áfram Þór!