Stormviðvörun í kvöld

threngsli01Spáð er leiðinda veðri seinni partinn í dag og fram á kvöld en vindhraði getur náð frá 23-28 metrum á sekúndu.

Í Þrengslum og á Hellisheiði verður orðið vasst og takmarkað skyggni vegna snjókomu og skafrennings eftir klukkan 18 en vindur nær hámarki skömmu fyrir miðnætti í kvöld.

Í tilkynningu frá tryggingafélaginu Verði kemur fram að fólk er hvatt til að ganga frá öllu lauslegu utandyra og hreinsa vel frá niðurföllum til að koma í veg fyrir óþægindi og tjón vegna veðurfars.

Uppfært klukkan 16:50
Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að vegna slæmrar veðurspár er hætta á að upp úr kl. 18 lokist Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði.