Þrengslin og Hellisheiði lokuð

threngsli_1
Þrengslavegur úr vefmyndavél vegagerðarinnar klukkan 14:15 í dag, miðvikudag.

Búið er að loka fyrir alla umferð um Þrengslin og Hellisheiði vegna ófærðar. Suðurstrandarvegurinn er þó opinn umferð en á honum er ýmist hálka eða flughálka.

Veðurskilirði eru alls ekki góð og mikill blindbilur með meðalvind upp á 18 metra á sekúndu er í Þrengslunum.

Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandavegi úr Selvogi og upp Krísuvíkurveg.