Tómas með bestu skotnýtingu deildarinnar

thor_ir_tommi01Tómas Heiðar Tómasson leikmaður Þórs í Dominos deildinni í körfubolta hefur verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins í vetur. Vísir.is rýndi í tölfræði kappans en hann er meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu.

Það sem af er tímabils er Tómas með bestu þriggja stiga skotnýtingu deildarinnar með 53,5 prósent nýtingu, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna með 95,7 prósent nýtingu eða sett niður 22 af 23 vítaskotum og í þriðja sæti yfir heildarskotnýtingu utan af velli með 58,4 prósent nýtingu.

Í grein Vísis kemur einnig fram að hann er eini leikmaður Dominos deildarinnar í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum deildarinnar en þá er átt við leikmenn sem ná yfir 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga nýtingu og 90 prósent vítanýtingu.

Lesa má alla greinina á vef Vísis hér en næsti leikur Þórs er á morgun, föstudag, þegar taplausir KR-ingar mæta Þór í höfninni klukkan 19:15.