gretar01Þór fær verðugt verkefni í kvöld, föstudag, þegar taplausir KR-ingar mæta í heimsókn í Dominos deild karla í körfubolta.

Lið KR er feiknar sterkt og með valinn mann í hverri stöðu en Þór getur orðið fyrsta liðið til að leggja meistarana að velli í deildinni með sigri í kvöld.

Þetta er síðasti heimaleikur ársins 2014 hjá Þór og hefst hann stundvíslega klukkan 19:15 í Icelandic Glacial höllinni.