Styrmir bætir íslandsmet sitt innanhús – Myndband

styrmirdan_hastokkStyrmir Dan Steinunnarson bætti í dag, laugardag, eigið íslandsmet í hástökki innanhús þegar hann flaug yfir 1,93 metra á aðventumót Ármanns. Fyrra íslandsmet Styrmis innanhús var 1,91 metri.

Eins og áður hefur verið greint frá þá á Styrmir einnig íslandsmetið í hástökki utanhús sem hann bætti síðastliðið sumar þegar hann stökk 1,96 metra.

Meðfylgjandi er myndband af stökki Styrmis frá því fyrr í dag þegar hann bætir íslandsmetið.