Leiðindaveður í Þrengslum og á Hellisheiði

threngsli_1Vegagerðin varar við suðvestan stormi með meðalvind yfir 20 metra á sekúndu í nótt og fram undir hádegi á morgun.

Í fyrramálið verður víða SV-stormur og blint í éljunum, sérstaklega á fjallvegunum, segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði en snjóþekja og éljagangur í Þrengslum en snjóþekja og snjókoma á Sandskeiði. Hálka, hálkublettir eða krapi er á öðrum leiðum á Suðurlandi.