Tveir Bandaríkjamenn á reynslu hjá Ægi

fortes_og_danielsKnattspyrnulið Ægis mun síðar í þessum mánuði fá á reynslu tvo Bandaríkjamenn. Frá þessu er greint á vefnum Soccerviza.

Leikmennirnir heita Will Daniels og Manuel Fortes. Daniels er framherji og Fortes spilar framarlega á miðjunni en lið Ægis skoraði fæst mörk allra liða á síðasta tímabili í 2. deildinni. Því er greinilegt að styrkja eigi sóknarleik liðsins fyrir átökin næsta sumar.

Leikmennirnir tveir koma hingað til lands 21. janúar og verða á reynslu hjá Ægi í tíu daga og leika með liðinu tvo æfingaleiki.