Jón Guðni í landsliðshóp gegn Kanada

jon_gudni01Landsliðsþjálfarar Íslands þeir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshópinn sem mætir Kanada í tveimur vináttuleikjum í Florída þann 16. og 19. janúar næstkomandi.

Þorlákshöfn á fulltrúa í hópnum þar sem Jón Guðni Fjóluson var valinn í hópinn. Jón Guðni hefur leikið 5 landsleiki en hann átti frábært tímabil með félagsliði sínu Sundsvall í sænsku fyrstu deildinni þar sem liðið sigraði deildina og mun leika í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

Leikirnir verða sýndir í opinni dagskrá á Skjá sport.