Doddi sýnir klukkur Undir stiganum

doddi_klukkur01Þórarinn Grímsson hefur undanfarin tvö ár safnað úrum og klukkum sem hann hefur komið fyrir á víð og dreif um heimili sitt. Í dag hefur hann eignast 120 klukkur sem hann hefur sankað að sér hér og þar.

Á fimmtudaginn verður opnuð sýning í gallerýinu Undir stiganum þar sem Doddi, eins og hann er oftast kallaður, mun sýna klukkusafn sitt.

Opnunin hefst klukkan 18:00 og verður kaffi og konfekt á boðstólnum af því tilefni.