Frænkur úr Þorlákshöfn í sigurliði FSu í Gettu betur

fsu_gettubeturFyrsta umferð í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, fór fram í gærkvöldi og var í beinni útsendingu á Rás 2.

Frænkurnar Ingibjörg Hjörleifsdóttir og Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir eru í liði FSu sem komst áfram í aðra umferð eftir sigur á Menntaskóla Borgarfjarðar, 27-16. Ásamt þeim frænkum er Jakob Burgel Ingvarsson með þeim í liði.

Það verður gaman að fylgjast með liði FSu í framhaldinu en til gamans má geta þess að Ingibjörg er einnig í Útsvars-liði Ölfuss, sem er einmitt líka komið áfram í aðra umferð.