Þór/Grindavík íslandsmeistari í drengjaflokki

islandsmeistarar_2015Sameiginlegt lið Þórs og Grindavíkur í drengjaflokki varð í gær íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í úrslitaleik íslandsmótsins í körfubolta.

Í liðinu eru fjórir fulltrúar Þorlákshafnar. Það eru þeir Davíð Örn Ágústsson, Halldór Garðar Hermannson, Magnús Breki Þórðarson og Jón Jökull Þráinsson.

Stórglæsilegur árangur hjá þessu öfluga liði Þórs og Grindavíkur og óska Hafnarfréttir þeim til hamingju með titilinn!