Einar Árni nýr þjálfari Þórs

einar_arni_undirskrift01Einar Árni Jóhannsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks Þórs í körfubolta og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

Einar tekur við keflinu af Benedikt Guðmundssyni sem hefur þjálfað lið Þórs frá árinu 2010.

Einar Árni er enginn nýgræðingur í bransanum en hann hefur þjálfað meistaraflokk Njarðvíkur undanfarin ár og verið með mikið uppbyggingarstarf í körfunni þar í bæ.

Einnig hefur Einar þjálfað yngri landslið Íslands og er núna yfirþjálfari yngri landsliða og afreksstarfs KKÍ.

Í dag var líka samið við nokkra heimamenn í meistaraflokki Þórs. Baldur Þór var ráðinn sem styrktarþjálfari og aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Grétar Ingi, Þorsteinn Már og Emil Karel verða einnig tilbúnir í slaginn næsta vetur.