Nokkuð þægilegur sigur Ægis á KV

aegir_kv01Meistaraflokkur Ægis gerði góða ferð í Vesturbæinn í gærkvöldi þegar liðið mætti KV á gervigrasvellinum í Frostaskjóli. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Ægismanna.

Heimamenn í KV skoruðu fyrsta mark leiksins á 18 mínútu þar sem leikmaður KV skoraði einn og óvaldaður eftir fyrirgjöf samherja. Uchenna jafnaði síðan fyrir Ægi rétt fyrir hálfleik eftir flotta fyrirgjöf frá Milan.

Ægismenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Kristján Hermann Þorkelsson var sprækur í sóknarlínu Ægis en hann skoraði glæsilegt mark á 68. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni á 83. mínútu og innsiglaði sigur Ægis með flottu skoti í fjærhornið eftir að hafa fengið stungusendingu upp völlinn.

Ægir mætir KV aftur á mánudaginn í bikarkeppnininni en það lið sem sigrar þann leik fer í 32-liða úrslit keppninnar. Leikurinn fer fram á Þorlákshafnarvelli.