Halldór Garðar fer á kostum með landsliðinu

thor_grinda_8lida-3Þessa dagana fer fram norðurlandamót yngri landsliða í Solna í Svíþjóð. Halldór Garðar Hermannsson er fulltrúi Þorlákshafnar á mótinu og spilar í u-18 liði Íslands. Halldór Garðar hefur farið á kostum með íslenska liðinu og eru íslensku strákarnir ósigraðir eftir þrjá leiki.

Halldór var til að mynda stigahæsti maður liðsins gegn Noregi með 16 stig og verið mjög öflugur í öllum leikjunum.

Í kvöld klukkan 21 mætir íslenska u-18 liðið sterkum Svíum sem verður í raun úrslitaleikur mótsins þar sem bæði liðin eru ósigruð í sínum flokki.

Til gamans má geta þess að þjálfari u-18 liðsins er einmitt nýráðinn þjálfari Þórs, Einar Árni Jóhannsson.