Ægir mætir KV í Vesturbænum

aegir01Ægismenn halda í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld og etja kappi við KV í öðrum leik 2. deildar karla í fótbolta.

Óheppni var með liði Ægis í fyrsta leik mótsins síðastliðinn sunnudag þegar liðið fékk á sig mark á 95. mínútu og þurftu að sætta sig við 3-2 tap gegn Huginn.

Ægismenn eru væntanlega staðráðnir í að gera betur í kvöld gegn KV en leikurinn hefst klukkan 20:00.