Aftur fóru Tónar og trix á kostum – myndband

Tónar og trix fóru á kostum fyrir fullum sal á seinni útgáfutónleikum sínum sem fram fóru í Gamla bíói í Reykjavík í kvöld.

Mikil og góð stemning var í glæsilegu og nýuppgerðu Gamla bíói og skemmtu áhorfendur sér konunglega.

Blaðamaður Hafnarfrétta tók eftir því að margir Þorlákshafnarbúar lögðu leið sína í höfuðborgina til þess að hlýða á þessa snillinga.

Meðfylgjandi myndband er frá tónleikunum í kvöld þar sem stórsöngkonan Kristjana Stefánsdóttir fór á kostum með Tónum og trix. Lagið heitir Vinur ljúfi og er lag og texti eftir Tóna trix.

Einnig eru nokkrar myndir frá tónleikunum hér að neðan.