Sumarlestur 2015 – skemmtidagur

bækur - bókasafn2Bókasafnið býður öllum börnum á grunnskólaaldri að taka þátt í skemmtidegi sumarlestursins. Skemmtidagurinn verður á morgun, föstudaginn 3. júlí, frá klukkan 10.00 – 12.00.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í skemmtideginum verða að mæta á bókasafnið kl. 10:00 en ætlunin er að byrja inni og fara svo út í leiki.

Vinsamlegast athugið að skemmtidagurinn er fyrir alla, líka þau börn sem ekki eru skráð í sumarlesturinn.

Einnig viljum við benda á að enn er hægt að skrá sig í sumarlesturinn og að bókasafnið er opið á laugardögum í sumar frá kl. 11:00-14:00.