Gróðursetningardagur á Hafnarsandi

lauf_gardur01Skógræktarfélag Þorlákshafnar og Ölfuss flautar til gróðursetningardags í dag, fimmtudaginn 2 júlí, frá kl 17.00 – 20.00. Gróðursett verður á Hafnarsandi neðan við Skýjaborgir. Verkfæri verða á staðnum.

Félagar sem og aðrir Ölfusingar eru hvattir til koma og taka þátt í uppgræðslu á sandinum. Margar hendur vinna létt verk.

Gott væri ef fólk tilkynnti mætingu á netfangið hronn.lse@gmail.com svo tryggja megi næg verkfæri.