Þingmaður flutti lag Jónasar Sig á Alþingi

helgi_jonas01Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, fór hamförum í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í gærkvöldi.

Það sem vakti þó athygli okkar á hér Hafnarfréttum var að Helgi endaði ræðu sína á að flytja texta við lag Jónasar Sigurðssonar sem heitir Hleypið mér út úr þessu partýi.

Þorlákshafnarbúinn og tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson var afar ánægður með flutning Helga.

Þvílík ánægja að heyra einn af uppáhaldsþingmönnunum sínum þrusa þessum texta af fullkomnu öryggi og taktfestu yfir þingheim. Ég segi Já!

Hér að neðan má sjá alla ræðu Helga Hrafns frá því í gærkvöldi.