Svavar á láni til Ægis og Axel fer til Árborgar

axel_svavar01Knattspyrnumaðurinn Svavar Berg Jóhannsson er kominn til liðs við Ægi á lánssamningi frá Selfossi. Svavar spilaði með Ægi alla yngri flokkana en skipti yfir í Selfoss þegar hann var 15 ára gamall og hefur spilað með meistaraflokki Selfoss undanfarið.

Markvörðurinn Axel Örn Sæmundsson hefur síðan gengið til liðs við Árborg frá Ægi en hann var á láni hjá Árborg fyrr í sumar. Axel er uppalinn Ægismaður en hann fékk ekkert að spreyta sig með Ægismönnum í sumar og ákvað því að skipta yfir.