Ísland rúllaði yfir Holland í Icelandic Glacial höllinni

IMG_20150807_222126Í kvöld fór fram körfuboltaleikur í Icelandic Glacial höllinni á milli Íslands og Hollands í körfubolta. Það má með sanni segja að menn hafi verið spenntir fyrir þessum leik þar sem höllin var gjörsamlega troðfull.

Íslenska liðið spilaði virkilega vel í fyrri hálfleik og áttu gestirnir í raun aldrei séns og vann Ísland leikinn með 25 stigum, 80-55. Þessi leikur var hluti af æfingarleikjum fyrir EM en bæði Ísland og Holland eiga sæti á Evrópumótinu sem fer fram í Þýskalandi í haust.

Það má segja að Þórsarar hafi átt þrjá menn í landsliðshópnum í kvöld. Fyrst ber að nefna leikmanninn Ragga Nat sem spilaði rúmar 8 mínútur og skoraði 2 stig. En einnig áttum við tvo menn á bekknum en það voru bræðurnir Hjörtur Sigurður Ragnarsson sem er sjúkraþjálfari liðsins og Baldur Þór Ragnarsson sem er styrktarþjálfari þess.

Það er ljóst að Íslenska liðinu leið vel í höllinni okkar í kvöld og spurning hvort landsliðið eigi ekki bara að spila alla sína leiki í Þorlákshöfn.