Sumarganga ferðafélagsins byrjar vel

Ferðafélagið 1Ferðamálafélag Ölfuss er um þessar mundir í árlegri sumargöngu sinni og að þessu sinni ganga félagarnir um Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hafnarfréttir sendu að sjálfsögðu fulltrúa í ferðina til að færa okkur fréttir og myndir.

Í morgun gekk hópurinn niður í Laxárdal en alls voru um 28 km gengnir. Á leiðinni var ýmislegt skoðað eins og gamlar tóftir, gamall uppgerður burstabær að Þverá og gamalt uppgert hús að Halldórsstöðum. Endaði hópurinn svo daginn í heitum potti á Laugum í Reykjadal.