Knattspyrnufélagið Ægir fær Sindra í heimsókn í 2. deildinni í dag og hefst leikurinn klukkan 14:00.
Ægismenn eru í næst síðasta sæti deildarinnar og þar með fallsæti. Þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda á heimavelli í dag til að laga stöðu sína og reyna að fjarlægjast fallsætið.
Með sigri Ægis fer liðið í 14 stig en þá verða einungis 2 stig upp í liðið í 6. sæti deildarinnar.
Frítt verður á leikinn í dag og vonast Ægismenn eftir góðum stuðningi heimamanna.