Fantasy: Staðan eftir fyrstu umferð

Fantasy2
The Plebbs

Alls eru 42 lið skráð í Fantasy-deild Hafnarfrétta. Eftir fyrstu umferð situr liðið „The Plebbs“ í efsta sæti með 62 stig en Stefán Guðmundsson stjórnar því liði.

Hér til hliðar má sjá mynd af uppstillingu liðsins en Yaya Toure skipti þar mestu máli en hann var fyrirliði liðsins.

Fantasy reynsluboltinn Svanur Jónsson, sem við hjá Hafnarfréttum tókum viðtal við í seinustu viku í tengslum við deildina þarf að sætta sig við 16. sæti með einungis 33 stig. Það er spurning hvort hann hafi treyst full mikið á Arsenal en Chamberlain var fyrirliðinn í liði hans.

En þetta er rétt að byrja og gera má ráð fyrir að einhverjir hafi gert miklar breytingar á liðum sínum eftir fyrstu umferðina.