Fantasy: staðan eftir 7 umferðir

fotbolti01Nú eru sjö umferðir búnar í ensku deildinni og því vel við hæfi að fara yfir stöðuna í Fantasy-deild Hafnarfrétta.

Á toppnum er Stefán Guðmundsson með liðið The Plebbs og er hann með 385 stig. Þar fast á eftir fylgir Magnús Sigurðsson með liðið Ibben en hann er með 380 stig. Á botninum er svo Gústaf Ingvi með liðið Hjálpaðu mér. Spurning hvort einhver geti tekið það að sér að hjálpa honum með að velja lið fyrir næst umferð.

Miklar breytingar urðu í seinustu umferð en menn voru að fá allt frá 27 stigum upp í 96 stig. Það var að sjálfsögðu Svanur Jónsson sem var með 96 stig en hann var með Sanchez í liðinu sínu og var einnig með Lukaku sem fyrirliða. En Lukaku skoraði tvö mörk í gær og var með eina stoðsendingu.

Nú fer að koma að þeim tíma þar sem margir gleyma að breyta liðinu sínu og því viljum við minna menn á að sofna ekki á verðinum. Einnig teljum við rétt að benda mönnum á að það er ekkert allt of gott að treysta á leikmenn Liverpool í fantasy-deildinni í ár en stjórnendur Hafnarfrétta hafa brennt sig illa á því…. og já við skulum ekki einu sinni nefna Chelsea.