Ægir með tap á móti KF

ÆgirÆgir heimsótti í dag KF á Ólafsfirði í 2. deildinni í fótbolta. Leikurinn endaði með 2-1 sigri heimamanna í KF.

KF komst yfir á 42. mínútu leiksins og var staðan í hálfleik 1-0. Heimamenn bættu síðan við öðru marki á 50. mínútu. Ægismenn náðu að minnka muninn á 76 mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.

Eftir þennan leik sitja Ægismenn í 11. sæti deildarinnar sem einnig er fallsæti.