Skólinn að byrja og innkaupalistar komnir á netið

skoladot01Nú fer senn að líða að því að grunnskólinn byrji en hann verður settur á morgun, föstudaginn 21. ágúst. Nánari upplýsingar um skólasetningu má finna hér. 

Hluti af því að byrja nýtt skólaár er að kaupa stílabækur, reikningsbækur og fleira og eru kennarar skólans búnir að setja saman innkaupalista en einungis nemendur í 8.-10. bekk þurfa að kaupa slíkt inn.

Nemendur á yngsta stigi og miðstigi (1.-7. bekkur) þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu því kennarar á þeim stigum sjá um að kaupa inn allt sem nemendur þurfa að nota í skólanum eins og ritföng, stílabækur, möppur og vasareikni svo eitthvað sé tínt til. Foreldrar borga svo í bekkjarsjóð á hverju hausti, mismikið eftir hver þörfin er.

Hér má nálgast innkaupalista fyrir 8.-10. bekk.