Félagsmiðstöðin Svítan að koma úr sumarfríi

SvítanFélagsmiðstöðin Svítan hefur verið í sumarfríi seinustu mánuði en mun opna aftur í næstu vik. Þetta kemur fram á vefsíðu Svítunnar.

Félagsmiðstöðin mun opna þann 31. ágúst nk. kl. 19:30 fyrir 8. – 10 bekk og sama dag kl. 17:00 fyrir 6.-7. bekk.

Starfsmenn Svítunnar eru nú þegar byrjaðir að undirbúa veturinn en dagskrá félagsmiðstöðvarinnar verður svo unnin í samvinnu við ungmennin líkt og alltaf.