Fyrsti samlestur leikfélagsins

leikfelag01Nú er allt að fara á fullt hjá Leikfélagi Ölfuss en félagið fagnar 10 ára afmæli á leikárinu.

Fyrsti samlestur á leikritinu Einn rjúkandi kaffibolli verður fimmtudagskvöldið 27. ágúst kl. 20 á Bæjarbókasafni Ölfuss.

Leikritið er eftir Aðalstein Jóhannsson meðlim Leikfélags Ölfuss og leikstjóri er Don Ellione.

Leikfélag Ölfuss hvetur alla áhugasama að láta sjá sig á samlestrinum á fimmtudaginn.