Frítt á völlinn: Ægir fær Tindastól í heimsókn í mikilvægum leik

ÆgirÆgir fær Tindastól í heimsókn í 2. deild karla í knattspyrnu í dag.

Ægismenn gerðu góða ferð á Egilstaði í síðustu umferð og sóttu þangað 3 stig þegar liðið vann Hött 0-2.

Ægir og Tindastóll eru bæði með 17 stig í 9. og 10. sæti deildarinnar. Sigur í dag er því afar mikilvægur fyrir Ægismenn í barátunni um að halda sæti sínu í 2. deild.

Frítt verður á leikinn í dag en Ægismenn vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda í þessum mikilvæga leik.