Öruggur sigur heimamanna í fyrsta leik

_MG_3151
Halldór Garðar átti flottan leik í kvöld.

Heimamenn í Þór unnu öruggan sigur gegn Þór Akureyri í fyrsta leik Icelandic Glacial mótsins í körfubolta í kvöld.

Þór Þorlákshöfn leiddi allan leikinn en Akureyringar voru þó ekki langt undan í fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta juku heimamenn forystuna og staðan í hálfleik var 65-47.

Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og sigldu í höfn 114-80 sigri.

Næsti leikur Þórs í mótinu er á morgun gegn Breiðablik klukkan 14:00.