Ölfus mætir Hveragerði í Útsvari

utsvar01Spurningaþátturinn Útsvar er farinn af stað á RÚV og hefur lið Ölfus leik 25. september næstkomandi.

Það er gaman að segja frá því að mótherjar Ölfuss í fyrstu umferð verða nágrannar okkar í Hveragerði.

Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Ölfuss að þessu sinni en liðið skipa Ágústa Ragnarsdóttir, Árný Leifsdóttir og Hannes Stefánsson. Hannes er reynsluboltinn í liðinu en hann er sá eini sem var einnig í síðustu keppni.