Öruggur sigur Þórs gegn Hamri

thorsteinn-1_featuredÞórsarar gerðu góða ferð í Hveragerði í kvöld þegar liðið vann Hamar í fyrsta leik Lengjubikarsins í körfubolta.

Lið Þórs var mun sterkari aðilinn í kvöld en lokatölur leiksins voru 65-100 Þórsurum í vil.

Stigahæstir í liði Þórs voru Ragnar Örn Bragason með 21 stig, Halldór Garðar Hermannsson setti 15 og Þorsteinn Már Ragnarsson bætti við 13 stigum.

Næsti leikur Þórs í Lengjubikarnum er á fimmtudaginn þegar Njarðvík mætir í heimsókn til Þorlákshafnar.