Alfreð hættir með meistaraflokk Ægis

Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis
Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis

Alfreð Elías Jóhannsson sem hefur þjálfað Ægi síðustu  fimm tímabil mun ekki halda áfram með meistaraflokk Ægis en þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist rétt í þessu á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Ægis.

Þann 24. september sl. bárust upplýsingar frá stjórn Ægis um að búið væri að ráða Alfreð sem yfirþjálfari yngri flokka en Hafnarfréttum er ekki kunnugt um hvort breytingar hafi orðið þar á.

Á þessum fimm árum sem Alfreð hefur verið með liðið hefur liðið staðið sig ágætlega og í ár jafnaði liðið sinn besta árangur frá upphafi.

Samkvæmt tilkynningu frá stjórn Ægis þá er nú þegar byrjað að leita af nýjum eftirmanni.