Þórsarar í úrslit eftir æsispennandi lokamínútur

thor_2015Þórsarar tryggðu sér nú í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir sigur á Haukum 83-82.

Þórsarar leiddu leikinn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Haukamenn sterkir inn og voru seinustu mínútur leiksins æsispennandi. Okkar menn náðu að halda út og spila því til úrslita á morgun.

Úrslitaleikurinn fer fram í Iðu á Selfossi og hefst leikurinn kl. 16:30.