Franklín og Haddý þakka fyrir sig – myndband

Í  gær var kveðjuathöfn til heiðurs Franklíns og Haddýjar og það má með sanni segja að virkilega vel  hafi tekist til. Fjöldinn allur af fólki mætti og tók þátt og loka þurfti götunni vegna mannfjölda og endaði þetta að sjálfsögðu með flugeldasýningu.

Hápunktur gærdagsins var þó þegar að Franklín og Haddý fengu tækifæri til að þakka fyrir sig. Við ætlum ekkert að skrifa frekar um það og látum myndband af því fylgja með.